Stef og tilbrigði
LOKATÓNLEIKAR REYKHOLTSHÁTÍÐAR
Lokatónleikar Reykholtshátíðar eru afar fjölbreyttir. Nú bætist blásari í hópinn og flautukvartett Mozarts í A-dúr fær að hljóma í meðförum Berglindar Stefánsdóttur og félaga. Belgíski sellósnillingurinn og tónskáldið Adrien-François Servais er nafn sem er flestum löngu fallið í gleymsku. Hann var þó einn af áhrifamestu sellóleikurum 19. aldar og þeir Ari Þór Vilhjálmsson og Sigurgeir Agnarsson leika tilbrigði Servais við lagið God Save the King (Eldgamla Ísafold) fyrir fiðlu og selló. Þar nýtir Servais þekkingu sína á strengjahljóðfærum til fullnustu og þurfa þeir félagar að kljást við allskyns þrautir af hálfu tónskáldsins áður en lokahljómnum er náð. Að lokum hljómar, í fyrsta sinn á Reykholtshátíð, eitt dáðasta kammerverk allra tíma, Strengjaoktett í Es-dúr op. 20 eftir Mendelssohn. Þetta verk er uppfullt af andagift og æskufjöri, enda var tónskáldið einungis 16 ára að aldri þegar verkið var samið.
EFNISSKRÁ
W.A. Mozart (1756-1791)
Flautukvartett í A-dúr KV 298
Andante
Menuetto
Rondeau
Berglind Stefánsdóttir, flauta
Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir, lágfiðla
Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló
A.F. Servais (1807-1866)
Variations Brillantes sur l´air God Save the King
Tilbrigði við lagið God Save the King (Eldgamla Ísafold)
Introduction - Grave meastoso
Thème - Maestoso
Variation I - Più mosso
Variation II - Brillante con bravura
Variation III - Largo
Variation IV - Moderato assai
Variation V - Leggiero
Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla
Sigurgeir Agnarsson, selló
H L É
F. Mendelssohn (1809-1847)
Strengjaoktett í Es-dúr op. 20
Allegro moderato ma con fuoco
Andante
Scherzo
Presto
Minna Pensola, fiðla
Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla
Kari Olamaa, fiðla
Antti Tikkanen, fiðla
Atte Kilpeläinen, lágfiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir, lágfiðla
Sigurgeir Agnarsson, selló
Tomas Djupsjöbacka, selló