Meta4, stofnaður árið 2001, er sá finnski strengjakvartett sem notið hefur hvað mestrar alþjóðlegrar velgengni. Árið 2004 vann hann til fyrstu verðlauna í Alþjóðlegu Shostakovich kvartettakeppninni í Moskvu og árið 2007 vann hann einnig fyrstu verðlaun í Joseph Haydn kammertónlistarkeppninni í Vín.
Meta4 kemur reglulega fram í helstu tónleikasölum Evrópu, t.d. í Wiener Konzerthaus, Wigmore Hall og King’s Place í London, Auditorio Nacional í Madríd, Cité de la Musique í París og Konserthúsinu í Stokkhólmi. Einnig lauk Meta4 nýlega við umfangsmikið tónleikaferðalag til Ástralíu. Meta4 hefur gefið út 3 geisladiska hjá Hänssler Classics útgáfunni sem hafa unnið fjölda verðlauna, bæði alþjóðlegra sem og innan Finnlands.