займ на картукредиты онлайн

Ágæti tónlistarunnandi

Reykholtshátíð verður með fjölbreyttu sniði í ár. Ég hef lagt upp með þá stefnu að hafa hátíðina með norrænum yfirtónum, þar sem einhver Norðurlandaþjóðanna er í forgrunni. Á hátíðinini í ár verða finnskir listamenn í fremstu röð gestir hátíðarinnar meðal annarra. Sópransöngkonan Sirkka Lampimäki er um þessar mundir ein þeirra sem mest kveður að í finnskum óperuheimi. Einn fremsti fiðluleikari Finna, Réka Szilvay leikur ásamt píanóleikaranum Heini Kärkkäinen.

Það er einnig tilhlökkunarefni að fá Vovka Ashkenazy á Reykholtshátíð í ár en vart er þörf á að kynna hann. Þá verður Joseph Ognibene hornleikari meðal gesta. Ein okkar fremsta sópransöngkona, Þóra Einarsdóttir mun halda tónleika ásamt Steinunni Birnu og strengjum Reykholtshátíðar, þar sem m.a. verða fluttar glænýjar útsetningar á íslenskum einsöngslögum.

Efnisskrá Reykholtshátíðar 2012 verður afar fjölbreytt, m.a. verk eftir Sibelius, Kuula, Brahms, Beethoven, Ysaÿe, Jón Nordal, Bartók, íslensk sönglög og fleiri.

Hlakka til að sjá ykkur í sumar!

Auður Hafsteinsdóttir, listrænn stjórnandi Reykholtshátíðar.

 

Flytjendur2012 

Samstarfsaðilar - Affiliates:
menntamalaraduneytid snorrastofa soknaraaetlun_vesturlands

 


Sígild tónlist í sögulegu umhverfi - Classical Music in Historical Surroundings