займ на картукредиты онлайн

Flytjandi

Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1984. Hún stundaði framhaldsnám við New England Conservatory of Music í Boston í Bandaríkjunum og nam þar hjá Colin Carr og Laurence Lesser. Þaðan lauk hún meistaragráðu árið 1989 og tók við stöðu leiðandi sellóleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Bryndís Halla vann fyrstu verðlaun í tónlistarkeppni útvarpsins “Tónvakanum” árið 1992 og árið 1993 voru henni úthlutuð listamannalaun frá íslenska ríkinu til þriggja ára.

Hún hefur komið víða fram á tónleikum í Evrópu, Japan og Norður-Ameríku, bæði sem einleikari og flytjandi kammertónlistar. Bryndís er einn af stofnendum “Trio Nordica” Hún hefur leikið inn á margar geislaplötur, þar á meðal einleiksverk fyrir selló eftir íslensk tónskáld.

Bryndís Halla hefur oft leikið einleik ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands þ.á.m. konserta eftir Dvorák, Shostakovich, Elgar og Haydn. Tónskáld hafa samið verk tileinkuð henni og hefur hún frumflutt fjölda nýrra verka eftir tónskáld frá ýmsum löndum.

Árið 1994 kom út fyrsta geislaplata hennar ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur. Árið 1998 hlaut plata þeirra “Ljóð án orða” Íslensku tónlistarverðlaunin í flokki bestu klassísku plötunnar. Árið 2006 var hún valin flytjandi ársins í flokki sígildra flytjenda Íslensku tónlistarverðlaunanna og plata hennar hlaut einnig verðlaun sem besta sígilda plata ársins.

Bryndís Halla kemur fram á fjölda tónleika árlega hérlendis og erlendis og hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir frábæran leik sinn og túlkun.

Samstarfsaðilar - Affiliates:
menntamalaraduneytid snorrastofa soknaraaetlun_vesturlands

 


Sígild tónlist í sögulegu umhverfi - Classical Music in Historical Surroundings