займ на картукредиты онлайн

Flytjandi

Sirkka Lampimäki er ein glæsilegasta og fjölhæfasta söngkona Finna um þessar mundir. Hún tekst á við afar vítt svið tónlistar á efnisskrá sinni, jafnt óperu og einsöngs. Hún er þekkt fyrir afburða tæknilega getu, raddgæði og frábæra túlkun tónlistarinnar. Auk fallegrar raddar, sem túlkar jafnt viðkvæmt sakleysi sem og dramatískan kraft, er hún þekkt fyrir hrífandi sviðsframkomu.

Undanfarið ár hefur hún komið fram á sviði Helsinki þjóðaróperunnar í hlutverki Mögdu í La Rondine og Micaelu í Carmen, sem næturdrottningin í Töfraflautunni í Róm og Valencienne í óperu Lehárs, Kátu ekkjunni og sem Rosina í Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini. Á hinni frægu Savonlina óperuhátíð í Finnlandi mun hún á ný syngja sem næturdrottningin og í nýju verki “La Fenice” eftir finnska tónskáldið Hakola, en hátíðin á nú 100 ára afmæli.

Auk Finnlands, hefur Sirkka komið fram í fjölda uppfærslna erlendis, m.a. við óperuna í Eistlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Sviss. Hlutverk Sirkku telja m.a. Gilda í Rigoletto eftir Verdi, Violetta í óperu Verdis, La Traviata, Donnu Elviru í Don Giovanni eftir G. Gazzaniga og Romildu í Xerxes eftir Händel. Hún hefur hlotið einróma lof fyrir túlkun sína á Næturdrottningunni og í aðalhlutverki  sem Blonde og Konstanze í óperunni Brottnámið frá Seraglio og sem Bastienne í óperunni Bastien og Bastienne. Sirkka Lampimäki hefur unnið með fjölda stjórnenda, má þar nefna Jüri Alperten, Adam Fisher, Leif Segerstam og Kurt Kopecky, svo aðeins fáir séu nefndir.

Sirkka Lampimäki er ekki aðeins vel þekkt í óperuuppfærslum heldur einnig sem einsöngvari. Í mars árið 2010 kom Sirkka Lampmäki fram á “Finnish Voices” hátíðinni og hjá Chamber Music Society of Lincoln Center í New York. Sirkka hefur flutt ljóðasöngva á fjölda tónleika ásamt því að koma fram með fjölda hljómsveita og kóra, og flutt efnisskrá á borð við “Messa da Requiem" eftir Verdi, "Die Schöpfung" eftir Haydn, Hin fjögur lokaljóð eftir Strauss, Savanna la Mar eftir Aarre Merikanto, Floof eftir Esa-Pekka Salonen, Jóhannesarpassíuna og Mattheusarpassíuna eftir Bach, Messu í c-moll og Exsultate, jubilate eftir Mozart og Teresíusarmessuna eftir Haydn.   

Sirkka Lampimäki hefur unnið til verðlauna í nokkrum söngkeppnum. Hún brautskráðist með meistaragráðu í tónlist (Master of Music) frá Sibeliusarakademiunni undir leiðsögn Seppo Ruohonen prófessors árið 2004. Hún hefur jafnframt tekið þátt í fjölda masterklassa og námskeiða með þekktum söngvurum víða um heim. Sirkka er um þessar mundir að undirbúa doktorsvörn sína frá Sibeliusarakademiunni.

Samstarfsaðilar - Affiliates:
menntamalaraduneytid snorrastofa soknaraaetlun_vesturlands

 


Sígild tónlist í sögulegu umhverfi - Classical Music in Historical Surroundings