Berglind Stefánsdóttir steig sín fyrstu skref í tónlistarnámi við Tónlistarskóla Skagafjarðar. Þaðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem kennarar hennar voru Bernharður Wilkinson og Hallfríður Ólafsdóttir. Hún lauk blásarakennaraprófi vorið 2004 og starfar nú sem flautukennari við Skólahljómsveit Kópavogs.
Berglind hefur sótt einkatíma og námskeið erlendis, m.a. hjá William Bennett, Dennis Bouriakov, Philipe Bernold, Julien Beaudiment, Toke Lund Christiansen og Cecilie Løken.
Berglind er virkur þátttakandi í íslensku tónlistarlífi og hefur t.d. leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Blásaraoktettinum Hnúkaþey, Blásarasveit Reykjavíkur, komið fram á Listahátíð í Reykjavík, Myrkum- og Norrænum músíkdögum og sumartónleikum á Gljúfrasteini, Hólum, Þingvallakirkju og í Skálholti. Hún er meðlimur í Íslenska flautukórnum sem kemur reglulega fram á tónleikum og má þar á meðal nefna tónleika á alþjóðlegri flauturáðstefnu í New York sumarið 2009.
Flytjendur
- Meta4
- Antti Tikkanen, fiðla
- Minna Pensola, fiðla
- Atte Kilpeläinen, lágfiðla
- Tomas Djupsjöbacka, selló
- Schola cantorum
- Hörður Áskelsson
- Dísella Lárusdóttir, sópran
- Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla
- Berglind Stefánsdóttir, þverflauta
- Hávarður Tryggvason, kontrabassi
- Kari Olamaa, fiðla
- Nína Margrét Grímsdóttir, píanó
- Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló
- Sigurgeir Agnarsson, selló
- Sólrún Franzdóttir Wechner, semball
- Þórunn Ósk Marínósdóttir, lágfiðla
Dagskrá Snorrastofu
Leita
Berglind Stefánsdóttir, þverflauta
- Details
- (Flytjendur 2017)