Sólrún Franzdóttir Wechner, kynntist sembalnum fyrst árið 2006 undir leiðsögn Guðrúnar Óskarsdóttur og lauk hjá henni framhaldaprófi vorið 2012.
Sama haust hóf hún nám við Listaháskólann í Bremen (Þýskalandi), þar sem hún lauk BA gráðu sumarið 2016. Aðalkennarar hennar voru Prof. Carsten Lohff og Michael Fuerst. Hún hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum, til að mynda Óperu eftir Rameau í Ráðhúsi Bremen undir stjórn Prof. Thomas Albert, öðrum verkefnum undir stjórn Klaus Eichhorn og fjölmörgum tónleikum í stærri og minni kammerhópum við háskólann í Bremen.
Haustið 2016 stundaði hún nám við CRR de Versailles, Frakklandi, undir leiðsögn Blandine Rannou. Þar spilaði hún einnig tónleika í Chapelle Royal, í samstarfi við CMBV undir stjórn Olivier Schneebeli.
Sólrún hefur tekið masterklassa hjá sembal-, fortepiano-, orgelleikurum, þar á meðal Mikhael Baylan, Jory Vinikour, Roland Dopfer og Ketil Haugsand.