Minna Pensola kemur reglulega fram sem einleikari og flytjandi kammertónlistar og hefur unnið með hljómsveitarstjórum á borð við Sakari Oramo, Olari Elts og John Storgårds. Minna er einn af stofnendum Meta4 strengjakvartettsins sem vann m.a. til 1. verðlauna í Dimitri Shostakovich strengjakvartett keppninni í Moskvu 2004. Hún er kennari við Síbelíusar-akademíuna og jafnframt meðstofnandi Punavuori kammermúsíkfélagsins.
Minna lærði við Síbelíusar-akademíuna og Tónlistarháskólann í Zürich hjá m.a. Kaija Saarikettu, Ana Chumachenko, Hatto Beyrle and Josef Rissin. Hún leikur á Carlo Bergonzi fiðlu frá 1732 sem er hún er með að láni frá Signe og Ane Gyllenberg sjóðnum.