Hörður Áskelsson hefur verið organisti og kantor Hallgrímskirkju frá því hann lauk framhaldsnámi í Düsseldorf í Þýskalandi árið 1982. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu listalífs kirkjunnar í 35 ár. Árið 1982 stofnaði hann Mótettukór Hallgrímskirkju og kammerkórinn Schola cantorum árið 1996. Með kórunum hefur hann flutt mörg helstu verk kórbókmenntanna bæði með og án undirleiks. Þá hefur hann stjórnað frumflutningi margra verka fyrir kór og hljómsveit sem íslensk tónskáld hafa skrifað á undanförnum árum. Hörður hefur ásamt kórum sínum tekið þátt í ýmsum tónlistarhátíðum og keppnum á alþjóðlegum vettvangi, og unnið til margra verðlauna. Tónlistarflutningur Harðar hefur oftsinnis verið tekinn upp fyrir sjónvarp og útvarp og verið gefinn út á mörgum geislaplötum. Hörður hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. MEDITATIO, nýjasta geislaplata Schola cantorum undir stjórn Harðar, sem kom út hjá BIS í ágúst í fyrra hefur hlotið einróma lof virtra erlendra gagnrýnenda. Schola cantorum undir stjórn Harðar hlaut íslensku tónlistarverðlaunin sem tónlistarflytjandi ársins 2016.
Flytjendur
- Meta4
- Antti Tikkanen, fiðla
- Minna Pensola, fiðla
- Atte Kilpeläinen, lágfiðla
- Tomas Djupsjöbacka, selló
- Schola cantorum
- Hörður Áskelsson
- Dísella Lárusdóttir, sópran
- Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla
- Berglind Stefánsdóttir, þverflauta
- Hávarður Tryggvason, kontrabassi
- Kari Olamaa, fiðla
- Nína Margrét Grímsdóttir, píanó
- Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló
- Sigurgeir Agnarsson, selló
- Sólrún Franzdóttir Wechner, semball
- Þórunn Ósk Marínósdóttir, lágfiðla
Dagskrá Snorrastofu
Leita
Hörður Áskelsson
- Details
- (Flytjendur 2017)