Sigurgeir Agnarsson var í júní 2017 skipaður leiðari sellódeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en áður hafði hann gegnt stöðu aðstoðarleiðara deildarinnar frá árinu 2003. Sigurgeir hóf nám á selló hjá Gunnari Kvaran við Tónlistarskóla Garðabæjar árið 1984, þá átta ára gamall. Hann lauk síðar einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1995 og hélt til frekara náms hjá David Wells og Laurence Lesser við New England Conservatory of Music í Boston. Þaðan lauk hann bæði Bachelor of Music og Master of Music gráðum. Síðan lá leiðin til Þýskalands þar sem Sigurgeir lærði hjá Prof. Johannes Goritzki við Robert Schumann Tónlistarháskólann í Duesseldorf þar sem hann útskrifaðist með Konzertexamen árið 2002.
Sigurgeir er deildarstjóri strengjadeildar Tónlistarskólans í Reykjavík þar sem margir af fremstu strengjanemendum landsins stunda nám. Frá árinu 2013 er hann listrænn stjórnandi Reykholtshátíðar sem haldin er síðustu helgina í júlí hvert ár. Einnig er hann einn af stofnendum Alþjóðlegu Tónlistarakademíunnar í Hörpu sem var haldin í fyrsta sinn í júní 2013.
Sigurgeir hefur komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Bochumer Symphoniker, Kammersveit Reykjavíkur og Blásarasveit Reykjavíkur í einleikskonsertum eftir Schumann, Beethoven (tripple), Ibert, Gubaidulina og báða konserta Haydns. Sigurgeir hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi og komið reglulega fram á tónleikum Listahátíðar í Reykjavík, Kammermúsikklúbbsins, Salarins í Kópavogi, Tríós Reykjavíkur og Reykjavik Midsummer Music og jafnframt leikið víða erlendis, meðal annars margsinnis með Hollensku Kammersveitinni á tónleikum í Hollandi og víðar. Vorið 2014 lék Sigurgeir heildarverk L.v. Beethovens fyrir selló og píanó á þrennum tónleikum á Listahátíð Reykjavíkur með Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara, en fyrir þessa tónleika voru þau tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2014.
Flytjendur
- Meta4
- Antti Tikkanen, fiðla
- Minna Pensola, fiðla
- Atte Kilpeläinen, lágfiðla
- Tomas Djupsjöbacka, selló
- Schola cantorum
- Hörður Áskelsson
- Dísella Lárusdóttir, sópran
- Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla
- Berglind Stefánsdóttir, þverflauta
- Hávarður Tryggvason, kontrabassi
- Kari Olamaa, fiðla
- Nína Margrét Grímsdóttir, píanó
- Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló
- Sigurgeir Agnarsson, selló
- Sólrún Franzdóttir Wechner, semball
- Þórunn Ósk Marínósdóttir, lágfiðla
Dagskrá Snorrastofu
Leita
Sigurgeir Agnarsson, selló
- Details
- (Flytjendur 2017)