займ на картукредиты онлайн

JanJan Bastiaan Neven hóf sellónám 10 ára að aldri hjá Jan Hollinger. Frekara nám stundaði hann við Robert Schumann tónlistarháskólann í Düsseldorf hjá Prof. Johannes Goritzki og sem styrkþegi Prins Bernhard sjóðsins hjá Colin Carr og Laurence Lesser við New England Conservatory í Boston. Hann tók einnig þátt í meistarnámskeiðum hjá Gary Hoffman, Frans Helmerson, Anner Bijlsma og Philippe Müller.

Jan Bastiaan hefur frá unga aldri komið fram sem einleikari með hljómsveitum í Evrópu og Bandaríkjunum. Jafnramt hefur hann komið fram á einleiks- og kammertónleikum á ýmsum tónlistarhátíðum og í tónleikasölum eins og Carnegie Hall og Concertgebouw.

Jan Bastiaan var sóló sellóleikari Algarve hljómseitarinnar í Portúgal um nokkura ára skeið þar sem hann hljóðritaði m.a. sellókonsert eftir portúgalska tónskáldið Joly Braga Santos fyrir Naxox/Marco Polo. Hann er meðlimur í Amsterdam Chamber Solists og Erard kammerhópnum og gegnir stöðu aðstoðarleiðara í Hollensku kammerhljómsveitinni.

Samstarfsaðilar - Affiliates:
menntamalaraduneytid snorrastofa soknaraaetlun_vesturlands

 


Sígild tónlist í sögulegu umhverfi - Classical Music in Historical Surroundings