займ на картукредиты онлайн

Flytjandi

Hummel ensemble er skipað framúrskarandi frönskum tónlistarmönnum sem hefja tónleikaferð sína um Norðurlönd í Reykholti. Meðlimir hópsins eru allir margverðlaunaðir tónlistarmenn. Píanóleikarinn Delphine Bardin vann Clöru Haskil keppnina árið 1997 en það eru ein mikilvægustu verðlaun sem píanóleikara getur hlotnast. Hún hefur komið fram með Fílharmóníuhljómsveitinni í Köln, í Carnegie Hall í New York, Consertgebouw í Amsterdam, Tónlistarhöllinni í París og í Wigmore Hall í London. Delphine kemur fram sem einleikari og flytjandi kammertónlistar víða um heim ár hvert og leikur reglulega ásamt Benaïm- kvartettinum. Mathilde Le Tac flautuleikari stundaði nám við Parísar Conservatoríið og vann þar til margra verðlauna fyrir leik sinn. Hún hefur komið fram á fjölmörgum tónlistarhátíðum um allan heim og leikur reglulega ásamt mörgum þekktustu tónlistarmönnum Frakklands. Maryse Castello sellóleikari stundaði nám í Strassbourg og vann gullverðlaun í Jean Deplace keppninni. Hún nam einnig við konunglegu akademíuna í Brussel og lauk þaðan námi með láði árið 1999. Maryse er meðlimur Beauvais selló oktettsins sem kemur reglulega fram um allan heim þ.á.m. í Bandaríkjunum, Kanada, Frakklandi og víðar og hefur frumflutt verk m.a. eftir Gubaïdulinu o.fl. Arne Madoni fiðluleikari nam hjá Roland Daugareil og Jean-Marc Philips við Parísar Konservatoríið og útskrifaðist þaðan árið 2002. Hann kemur reglulega fram sem einleikari ásamt ýmsum hljómsveitum og hefur m.a. annars hlotið CNSM verðlaunin í París

 

Samstarfsaðilar - Affiliates:
menntamalaraduneytid snorrastofa soknaraaetlun_vesturlands

 


Sígild tónlist í sögulegu umhverfi - Classical Music in Historical Surroundings