займ на картукредиты онлайн

Flytjendur

Sönghópurinn UniCum Laude var stofnaður 1994 í Pécs í Ungverjalandi sem er meðal Menningarborga Evrópu 2009. Meðlimir hópsins eru József Csapó kontratenór, Árpád Meláth tenór, Arnold Mits tenór, Csaba Pécsi bariton, Csaba Kutnyánszky bariton og László Dobos bassi.

Allir meðlimir hópsins hafa hlotið æðstu menntun í söng og hafa hver um sig mikla reynslu af flutningi kammertónlistar og einsöng. Þeir hafa lagt sérstaka áherslu á kammersöng sem er mjög krefjandi og reynir mikið á hvern og einn í hópnum. 

UniCum Laude hefur haslað sér völl sem einn besti og sérstæðasti kammersönghópur sem völ er á. Eins og nafnið gefur til kynna leggja þeir öðru fremur áherslu á verk sem heyrast sjaldan frá mismunandi tímabilum tónlistasögunnar. Þeir flytja jöfnum höndum miðaldatónlist, madrígala og verk nýrri höfunda og hafa hljóðritað fjölda geisladiska sem hafa vakið verðskuldaða athygli og fengið framúrskarandi dóma. Hópurinn hefur komið víða fram á tónleikum m.a. í Austurríki, Belgíu, Þýskalandi, Póllandi, Rúmeníu, Slóveníum Frakklandi, Kína og á Ítalíu.

Þetta er í fyrsta sinn sem þeir sækja Ísland heim.

Ungverska Ríkisútvarpið hefur gert margar upptökur með söng þeirra og Ríkisjónvarpið þar í landi hefur nýlega lokið við heimildmynd um hópinn. Söngur þeirra hefur hljómað í meira en 70 löndum og hvarvetna verið tekið frábærlega vel.

Samstarfsaðilar - Affiliates:
menntamalaraduneytid snorrastofa soknaraaetlun_vesturlands

 


Sígild tónlist í sögulegu umhverfi - Classical Music in Historical Surroundings